e-Deliver 3 Grindarbíll

100% rafmagns

Sérhannaður fyrir þínar þarfir

e-Deliver 3 Chassis er með fjölhæfum og áreiðanlegum undirvagni sem skapar svigrúm til þess að hanna bílinn nákvæmlega eftir þínum þörfum. e-Deliver 3 veitir þér sveigjanleika til að hanna hina fullkomnu lausn fyrir fyrirtæki þitt, hvort sem þörf er fyrir kælibíl, bíl með húsi eða aðrar sérsniðnar atvinnubílalausnir.

Burðargeta

1.030 kg

Akstursdrægi (WLTP í blönduðum akstri)

Frá 210 km

Fjölhæfur undirvagn

Grunnurinn að Maxus e-Deliver 3 Chassis er rafknúinn grindarbíll sem tryggir ákjósanlega þyngdardreifingu og hámarksnýtingu á plássi. Hann býður ekki einungis upp á umhverfisvæna lausn heldur er hann um leið ökutæki sem hægt er að aðlaga að fjölbreyttu notkunarmynstri.

Ábyrgð á rafhlöðu

8 ár/160.000 km

Stærð rafhlöðu

51,5 kWst

Kannaðu valkostina

e-Deliver 3 Chassis býður upp á fjölmarga möguleika. Við erum í góðum samskiptum við bílasmiði sem aðlaga bílinn meðal annars fyrir notkun með palli eða húsi. Skoðaðu nokkrar af þeim lausnum sem hægt er að sérsníða að þínum þörfum.

Ódýr í rekstri

Ávinningurinn af e-Deliver 3 Chassis er meðal annars umhverfisvæn notkun og lægri rekstrarkostnaður. Rafdrifna drifkerfið býður upp snurðulausan og hljóðlátan akstur og felur jafnframt í sér mun lægri viðhaldskostnað í samanburði við sambærilega bíla með hefðbundnar brunavélar.

Rafhlaða og hleðsla

Maxus e-Deliver 3 Chassis er búinn öflugum 50,2 kWst rafhlöðupakka sem tryggir áreiðanlegt og mikið ökudrægi hvernig sem vinnudagurinn þróast. Þegar þörf er fyrir hraðhleðslu tekur það aðeins 45 mínútur að hlaða bílinn með DC-hleðslu úr 0 í 80% hleðslu. e-Deliver 3 býður einnig upp á AC-hleðslu með 6,6 kW afkastagetu.

Hemlun með orkuendurheimt

Tvær akstursstillingar eru í e-Deliver 3 Chassis (normal og ECO) og þrjú stig orkuendurheimtar. Ökumaðurinn ákveður því sjálfur hve orkusparneytinn aksturinn er og hve mikilli orku hann hleður inn á rafhlöðuna þegar hann hemlar.

Þægilegur vinnustaður

Þægindi voru útgangspunkturinn við hönnunina á ökumannshúsi e-Deliver 3 Chassis. Innanrýmið er nútímalega hannað og státar af miklu plássi og hagnýtum lausnum. Þaðan er góð yfirsýn yfir umhverfið og sætin eru hönnuð samkvæmt vinnuvistfræðílegum sjónarmiðum sem dregur úr þreytu á löngum vinnudögum. Hátæknivædd akstursstoðkerfi eins og brekkuaðstoð, bakkmyndavél og bílastæðaskynjarar færa ökumanni aukið öryggi og stjórn á bílnum í þéttri borgarumferð.

Snertiskjár með

Apple CarPlay

Rúmgóður og hagnýtur

Umhverfi ökumanns

Stillanleg sæti

6 stillingar

Þægindi og hagnýtar lausnir

Niðurhal

Velkomið að hlaða niður skjalinu um bílinn sem þú ert að skoða Maxus e-Deliver 3 Grindarbíll. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að, vinsmlegast hafðu þá samband við næsta söluaðila.

Ábyrgð

Að velja rafsendibíl frá Maxus á að vera áhyggjulaus ákvörðun. Þess vegna koma allir Maxus e-Deliver með 5 ára/100.000 km ábyrgð á bíl og 8 ára/160.000 km ábyrgð á rafhlöðu.