T90 EV rafknúinn pallbíll

Fyrsti rafknúni
pallbíllinn í Evrópu
Burðargeta
1.000 kg

MAXUS T90 EV – FYRSTI RAFKNÚNI PALLBÍLLINN Í EVRÓPU

eT90 er fyrsti rafknúni pallbíllinn í Evrópu.

Maxus T90 EV er stór, rafknúinn fimm sæta pallbíll með kraftalegu útliti og ríkulega búinn. Hann kemur með 88,5 kWst rafhlöðu og akstursdrægið er 330 km (WLTP í blönduðum akstri). Burðargeta bílsins er 1.000 kg og hann er fáanlegur með dráttarbeisli. eT90 nýtist jafnvel sem fjölskyldu- og ferðabíll eins líka sem pallbíll fyrir smærri fyrirtæki.

BÚNAÐUR OG ÖRYGGI

Maxus T90 EV er einkar vel búinn bíll. Farþegarýmið er plássmikið og nútímalegt. Þar er meðal annars að finna 10,3“ snertiskjá, ökumannssæti með 6 stillingum og framfarþegasæti með 4 stillingum, Apple CarPlay, leðurklædd sæti og leðurklætt stýri stillanlegt á tvenna vegu.  

Engu er til sparað í öryggi. Bíllinn kemur meðal annars með rafeindastýrðri stöðugleikastýringu, bakkmyndavél, bílastæðavara og brekkuvara.

ÁBYRGÐ

Það er áhættulaust að velja rafbíl frá Maxus. Ástæðan er sú að nýjum Maxus T90 EV fylgir ábyrgð til 5 ára/100.000 km og ábyrgð á rafhlöðu til 8 ára/200.000 km. 

Bílarnir koma allir með ryðvörðum undirvagni sem er innifalið í verði bílsins.

RAFHLAÐA OG HLEÐSLA

Maxus T90 EV kemur með 88,5 kWst rafhlöðu. Hægt er að hlaða bílinn með hraðhleðslu úr 20-80% hleðslu á 45 mínútum við eðlilegt hitastig. Hámarks hleðsluafköst eru 80 kW.  

eT90 kemur með CCS hleðslustaðli.

AKSTURSDRÆGI OG ORKUNOTKUN

Uppgefið akstursdrægi Maxus T90 EV er 330 km* (WLTP í blönduðum akstri). Þar sem T90 EV er gerðarviðurkenndur sem atvinnubíll fer WLTP prófunin fram með þungum farmi. Til samanburðar má nefna að fólksbílar eru prófaðir án hleðslu og farþega.  

*Margt getur haft áhrif á akstursdrægið, s.s. akstursmáti, hitastig, loftþrýstingur í hjólbörðum og fleira. Uppgefið akstursdrægi grundvallast á WLTP prófum í blönduðum akstri.

Litir

Hvítur
Grár
Svartur
Appelsínugulur
Blár

SÖLUAÐILAR OKKAR

Viltu komast í samband við söluaðila okkar?

Smelltu hér til að fá frekar upplýsingar.

Hafðu samband

Viltu reynsluaka Maxus eT90 eða fá frekari upplýsingar um hann? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.

Hver er fyrirspurn þín

Hvaða týpa

Velja söluaðila

Velja söluaðila

Ég vil hafa samband vegna

Þínar tengiliðaupplýsingar

Við ábyrgjumst að persónuupplýsingar þínar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðja aðila í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf hér.