eTerron 9

Væntanlegur í september 2025

Rafknúinn pallbíll með fjórhjóladrifi – fyrir allar aðstæður

Við kynnum til sögunnar Maxus e Terron 9 á Íslandi. Rafknúinn pallbíl sem er hannaður til að uppfylla allar notkunarþarfir. Hann kemur með fjórhjóladrifi, miklu drægi, eftirtektarverðri hleðslugetu og hámarkseinkunn upp á fimm stjörnur í Euro NCAP. E Terron 9 setur ný viðmið í afli, öryggi og sjálfbærni í þessum flokki bíla. Í fimm sæta útfærslu gegnir e Terron 9 tvíþættu hlutverki sterkbyggðs atvinnubíls og þægilegs fjölskyldubíls. Hann kemur til móts við allar þarfir fullkomlega.

Hestöfl

422

Drægi (WLTP í blönduðum akstri)

Frá 430 km

Eftirtektarverð geta

eTerron er með tveimur öflugum mótorum og fjórhjóladrifi. Hröðunin úr 0 í 100 km hraða klst tekur einungis 5,8 sekúndur. Dráttargetan er 3,5 tonn og burðargetan 650 kg. Þessi rafknúni pallbíll ræður því jafnt við erfiðisvinnu í atvinnurekstri og verkefni sem tengjast ferðalögum og fjölskyldulífi. eTerron 9 skilar áreiðanlegum afköstum án nokkurs útblásturs jafnt þegar hann dregur eftirvagn og þegar hann notaður til að flytja byggingarefni eða búnað. Aðeins stærri mótorinn að aftan er virkur þegar bílnum er bakkað.

Burðargeta

650 kg

Dráttargeta

3,5 tonn

Geymslurými undir vélarhlíf

236 lítrar

100% rafknúið afl

Í Maxus eTerron 9 fer saman styrkur, fjölhæfni og skilvirkni til að takast á við allar áskoranir.

Kraftur og fjölhæfni

Fjölhæfni og styrkur sameinast í Maxus eTerron 9. Hann hentar vel jafnt sem atvinnubíll og fjölskyldubíll. Hann býður upp á mikið rými og þægindi í daglegri notkun jafnframt því sem hann tekst á við krefjandi verkefni án vandkvæða.

Hagnýtar hirslur

Maxus eTerron 9 býr yfir hagnýtu farangursrými undir vélarhlífinni sem tekur heila 236 lítra. Sem er kjörið viðbótar geymslurými fyrir verkfæri, farangur eða annan búnað.

Skilvirk hleðsla og mikið drægi

Maxus eTerron 9 státar af miklu drægi eða allt að 430 km (WLTP í blönduðum akstri), sem gerir hann fullkominn jafnt fyrir lengri ferðir og daglega notkun. Hann tekur á móti allt að 11 kW í heimahleðslu en allt að 115 kW í hraðhleðslu. Það tekur 42 mínútur að hlaða rafhlöðuna úr 20% í 80%.

V2L – rafmagn þegar þörf er á því

Maxus eTerron 9 kemur með V2L tengingu (Vehicle-to-Load), sem er nýstárlegur búnaður sem gerir notanda kleift að nýta rafhlöðu bílsins sem aflgjafa fyrir utanaðkomandi tæki. Með V2L er hægt að tengja raftæki eins og verkfæri, útilegubúnað eða önnur raftæki beint við bílinn sem sem eykur fjölhæfni hans.

Hagnýtur og þægilegur

Í Maxus eTerron 9 fer saman notagildi og þægindi og glæsilegt, nútímalegt innanrými. Farþegarýmið er hannað til að veita ökumanni og farþegum þægilega og hagnýta upplifun jafnt í vinnunni sem og ferðalaginu.

Tvöfaldur upplýsingaskjár

12,3"

Ökumannssæti

6 stillingar

Skoðaðu eTerron 9 að innan

Hlaðinn búnaði

Hágæða efnisval er í innréttingum úr leðurlíki og nútímalegum textíl sem skapar lúxustilfinningu í farþegarýminu. Mælaborðið er stílhreint og haganlega uppsett með þægilegu aðgengi að fjölmörgum aðgerðum bílsins.

Háþróað upplýsinga- og afþreyingarkerfi

eTerron 9 er með stóru upplýsinga- og afþreyingarkerfi með 12,3“ snertiskjá, leiðsögukerfi, Apple CarPlay og Android Auto, svo þú ert ávallt tengdur umheiminum og veginum. Kerfið styður einnig raddstýringu og veitir auðveldan aðgang að tónlist, símtölum og stillingum ökutækis.

Þægindi og mikið rými

Með sæti fyrir allt að fimm manns. Og ríkulegt fóta- og höfuðrými er í eTerron 9 fyrir alla. Sætin eru þægilega hönnuð fyrir langar vegalengdir og veita framúrskarandi stuðning og þægindi bæði í stuttum og löngum ferðum. Ökumannssætið er með átta stillingum og nuddaðgerð.

Fjölaðgerðastýri

Fjölaðgerðastýrið í Maxus eTerron 9 tryggir ökumanni tafarlausan aðgang að mikilvægum aðgerðum eins og hljóðstillingum, síma, hraðastilli með aðlögun og akstursstillingum án þess að ökumaður þurfi að taka hendur af stýri. Þessu fylgja aukin þægindi og öryggi því unnt er að stýra hinum ýmsum aðgerðum á sama tíma og ökumaður er með fulla athygli á akstrinum og umferðinni.

Fyrsta flokks öryggi

Maxus eTerron 9 er einn af öruggustu rafknúnu pallbílunum á markaðnum. Hann státar af fimm stjörnu einkunn í Euro NCAP. Þessi háa öryggiseinkunn endurspeglar háþróaða öryggiseiginleika bílsins sem vernda bæði ökumann og farþega í öllum akstursaðstæðum.

Hámarks

árekstraröryggi

Öflug

blendingsbygging

Háþróuð

akstursstoðkerfi

Öflugt byggingarlag

Maxus eTerron 9 er byggður á sterkri og höggdeyfandi grind sem veitir aukna vernd í árekstri. Hún er hönnuð til að uppfylla strangar öryggiskröfur og samspil hágæða efnisvals og háþróaðrar öryggistækni veitir ökumanni og farþegum hugarró í akstri.

Fullt hús í Euro NCAPFullt hús í Euro NCAP

Maxus eTerron 9 er fyrsti rafknúni pallbíllinn í sínum stærðarflokki sem fær 5 stjörnur í einkunn í Euro NCAP öryggisprófuninni. Þar með setur bíllinn ný viðmið hvað viðkemur öryggi. Bíllinn er með háþróuðu árekstraröryggi jafnt fyrir farþega og gangandi vegfarendur og hannaður til að uppfylla ströngustu öryggiskröfur.

Akstursstillingar

eTerron 9 er búinn háþróuðu vegyfirborðskerfi (ATS) með sex forstilltum akstursstillingum eins og til dæmis „Normal“, „Mud“ og „Sand“. Að auki getur ökumaðurinn sérniðið stillingar fyrir stýri, vélarafl, stöðugleikastýringu, orkuendurheimt og hæð loftpúðafjöðrunar. Þetta gefur samtals yfir 400 mögulegar samsetningar þannig að auðvelt er að aðlaga bílinn að hvaða aðstæðum og akstursskilyrðum sem er.

Háþróuð akstursstoðkerfi

Maxus eTerron 9 er búinn fjölmörgum háþróuðum akstursstoðkerfum sem auka bæði þægindi og öryggi. Meðal þessara kerfa er hraðastillir með aðlögun, akreinavari, sjálfvirk neyðarhemlun, bílastæðaskynjarar, loftþrýstingseftirlit með dekkjum og stöðugleikastýring. Þessi kerfi gera aksturinn bæði öruggari og auðveldari við ýmsar aðstæður.

Ábyrgð

Það er áhættulaust að velja rafbíl frá Maxus. Ástæðan er sú að nýjum Maxus eTerron fylgir ábyrgð til 5 ára/100.000 km og ábyrgð á rafhlöðu til 8 ára/200.000 km. Bílarnir koma allir með ryðvörðum undirvagni sem er innifalið í verði bílsins.