Vatt ehf. sérhæfir sig í sölu og þjónustu á 100% rafknúnum Maxus bifreiðum, vara.- aukahlutum og fleira, með það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum sínum persónulega, góða og faglega þjónustu á öllum sviðum.
Komdu í heimsókn og skoðaðu úrvalið, við tökum vel á móti þér.
Maxus e-Deliver 3 er hannaður sem rafbíll. Hann er ekki endurbyggður dísil- eða bensínbíll. Þetta leiðir til þess að bíllinn er allt að 200 kg léttari sem nýtist til að auka burðargetu bílsins.
Innanrýmið í Maxus e-Deliver 3 er nútímalegt og hagnýtt. Fjölhæft innanrými e-Deliver 3 nýtist til margvíslegrar notkunar bílsins.
e-Deliver 3 kemur í tveimur mismunandi lengdum með flutningsrými sem er 4,8 og 6,3 m3 sem ber allt að 1.000 kg farm. Hann fæst með 35 og 52,5 kWst rafgeymum sem tryggir honum mesta akstursdrægi í stærðarflokknum.