e-deliver 3

Akstursdrægi allt að
253 km (WLTP)
Ábyrgð á rafgeymi
8 ár/160.000 km
Flutningsrými
4,8/6,3 m3

KYNNSTU NÝJA RAFSENDIBÍLNUM ÞÍNUM

Maxus e-Deliver 3 er fyrsti bíllinn í heimi sem er hannaður frá grunni sem rafsendibíll. e-Deliver 3 er er ekki breyttur dísil- eða bensínbíll heldur rafbíll frá grunni. Af þeirri ástæðu hefur tekist að draga úr þyngd bílsins um heil 200 kg miðað við dísil- eða bensínbíl, sem skilar sér svo í meiri burðargetu. 

e-Deliver 3 er smíðaður í tveimur lengdum. Flutningsrýmið er annað hvort 4,8 eða 6,3 rúmmetrar, burðargetan allt að 1.000 kg og dráttargetan allt að 1.200 kg. Hann býðst með 52,5 kWst rafgeymastæðu sem skilar akstursdrægi sem er það mesta í þessum flokki.

EINKAR FJÖLHÆFUR RAFSENDIBÍLL
Þyngd aftanívagns
1.200 kg
Burðargeta allt að
1.000 kg

BÝÐST SEM STUTTUR EÐA LANGUR SENDIBÍLL

Í boði er stutt eða löng útfærsla af e-Deliver3. Afturhurðir bílsins opnast til hliða og því auðvelt að hlaða hann með lyftara.

 

Flutningsrými styttri útfærslunnar er 4,8 m3 en það er allt að 6,3 m3 í lengri útfærslunni.

TVÆR MISMUNANDI LENGDIR

Sjáðu muninn á lengdunum hér. Dragðu bendilinn til hægri/vinstri til að sjá muninn.

Rafhlaða og hleðsla
Rafhlöðupakki
52,5 kWh
DC-hleðsla 0-80%
45 mínútur

Hleðsla

Það tekur 8 klst að hlaða 52,5 kWst rafgeyminn með vegghleðslu í gegnum innbyggða 6,6 kW hleðslutækið.
Með hraðhleðslu (DC) er hleðslutíminn einungis 45 mínútur.

 

AKSTURSDRÆGI OG ORKUNOTKUN

Maxus e-Deliver 3 er með mesta akstursdrægið í sínum flokki, 158-253 km (WLTP í blönduðum akstri/þéttbýlisakstri). Akstursdrægið ræðst af stærð rafgeymis og lengd bíls.

Maxus e-Deliver 3 er með tveimur akstursstillingum (normal og øko) og þremur stillingum á orkuendurheimt (lítil, miðlungs og mikil). Ökumaður ákveður því sjálfur hve skilvirkan akstur hann velur og hve mikla orku hann vill endurheimta við hemlun.

*Ýmsir þættir geta haft áhrif á akstursdrægi eins og aksturslag, lofthiti, loftþrýstingur í hjólbörðum og fleira. Uppgefið akstursdrægi byggir á WLTP prófunarferlinu, jafnt í blönduðum akstri og akstri í þéttbýli. Uppgefið akstursdrægi tekur mið af stærð rafgeymis og stærð flutningsrýmis. Smellið á hlekkinn til að sjá yfirlit yfir akstursdrægi og tæknilegar upplýsingar.

ÖRYGGI

Í staðalgerð er Maxus e-Deliver búinn fjölbreytilegum öryggisbúnaði.
Meðal búnaðar er ESP stöðugleikastýring og hemlavari (BAS) ásamt ýmsum öðrum öryggisbúnaði.

Rafeindastýrð stöðugleikastýring (ESP)
ESP kerfið fylgist með og stjórnar stöðugleika Maxus e-Deliver 3 í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að ökumaður missi stjórn á bílnum í akstri, þegar honum er beygt eða ekið í erfiðum aðstæðum.

Hemlalæsivörn (ABS)
Við neyðarhemlun kemur ABS í veg fyrir að hjól bílsins læsist þegar honum er hemlað. Þetta þýðir að ef bílnum er skyndilega bremsað getur ökumaður engu að síður stýrt honum og forðast hindranir.

Hemlunarátaksdreifing (EBD)
EBD (rafeindastýrð hemlunarátaksdreifing) tryggir rétt hemlunarátak og dreifingu átaksins til fram- og afturáss, jafnvel í neyðartilvikum, og allt tekur þetta mið af þyngd farmsins í flutningsrýminu.

Hemlavari (BAS)
Hemlavarinn eykur hemlunarátakið í neyðartilvikum og stuðlar að stytta hemlunarvegalengdina.

 

Litir

Hvítt
Silfur
Svart

ÁBYRGÐ

Ábyrgð á nýrri Maxus bifreið er 5 ár/100.000 km og rafhlöðutrygging í 8 ár/160.000 km. 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

e-Deliver 3 er best búni bíllinn í sínum stærðarflokki. Þarfnist þú frekari upplýsinga smellirðu á tenglana hér að neðan til að skoða tæknilegar upplýsingar, verðlista, fylgihlutaskrá eða notendahandbók.

 

SÖLUAÐILAR OKKAR

Viltu komast í samband við söluaðila okkar?

Smelltu hér til að fá frekar upplýsingar.

Hafðu samband

Viltu reynsluaka Maxus e-Deliver 3 rafsendibílinn eða fá frekari upplýsingar um hann? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.

Hver er fyrirspurn þín

Hvaða týpa

Velja söluaðila

Velja söluaðila

Ég vil hafa samband vegna

Þínar tengiliðaupplýsingar

Við ábyrgjumst að persónuupplýsingar þínar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðja aðila í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf hér.