Útskýring á hugtökum

NEDC er skammstöfun fyrir eldri mæliaðferð og prófunarhring sem bílframleiðendur studdust við á árum áður til að mæla eldsneytisnotkun og CO2 losun. Mæliaðferðin gaf einatt niðurstöður sem samrýmdust illa niðurstöðum í raunheimum.

WLTP mæliaðferðin gefur raunsannari mynd.
Nýja WLTP mæliaðferðin er mun raunsærri og nákvæmari. Ekki er óalgengt að rafbílanotendur greini jafnvel frá enn meira akstursdrægi en uppgefnar niðurstöður WLTP sýna.

WLTP er sem sagt mæliaðferð sem endurspeglar veruleikann betur en NEDC. Ekkert flókið við það en engu að síður þarf að taka tillit til fleiri þátta. WLTP mælingin byggir nefnilega á mörgum mismunandi prófunum. Nokkrar þeirra endurspegla ekki íslenskar aðstæður. WLTP blandaður akstur er einn liður prófunarinnar sem hefur talsvert vægi í markaðssetningu rafbíla. Þessi þáttur byggir meðal annars á akstri á allt að 130 km hraða klst sem endurspeglar ekki aðstæður á Íslandi þar sem leyfður hámarkshraði fer ekki yfir 90 km á klst. WLTP í þéttbýlisakstri er nær því að bregða upp mynd af daglegu notkunarmynstri bíla á Íslandi. Í okkar upplýsingaefni gefum við reyndar upp niðurstöður fyrir mælingar á akstursdrægi jafnt í blönduðum akstri og akstri í þéttbýli.

Sannreyndu akstursdrægið sjálfur

Raunverulegt akstursdrægi rafbíls sem verður fyrir valinu er ekki alltaf nákvæmlega hið sama og uppgefið akstursdrægi er samkvæmt WLTP. Ástæðan fyrir þessu er mismunandi aksturslag og akstursmáti einstakra ökumanna. Sá sem notar bílinn sinn að mestu leyti til þess að gera innkaupin, skutla barninu á æfingar eða í tómstundir eða heimsækja fjölskylduna, upplifir gjarnan að akstursdrægið í daglegri notkun er jafnvel meiri en uppgefnar tölur gefa til kynna. Rafbílaeigendur sem aka oft á meiri hraða á þjóðvegum hafa aðra sögu að segja. Þeir upplifa gjarnan minna drægi en uppgefið er. En það verður hver fyrir sig að finna rétta svarið með því að prófa akstursdrægið með tilliti til eigin aksturslags og sjá hve langt þeir komast áður en hlaða verður bílinn á ný.

Umtalsvert lægri viðhaldskostnaður

Kjörinn útgangspunktur fyrir þá sem huga að kaupum á rafbíl er akstursmynstur upp á 35 km að meðaltali á dag, eins og á við um íslenska bílnotendur. Gott heimahleðslutæki á bílskúrsveggnum tryggir óviðjafnanlega rekstrarhagkvæmni og að bíllinn er fullhlaðinn á hverjum morgni. Ef bíllinn er hlaðinn að mestu leyti á rafmagni úr heimahleðslutækinu er kostnaður á hvern ekinn kílómetra einungis brot af kostnaði af samsvarandi akstri ökutækis sem er knúið með jarðefnaeldsneyti. Útreikningar sýna líka að heildarkostnaður vegna árlegs viðhalds er umtalsvert lægri en fyrir bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti.

Ytri þættir

Mikilvægt er að vera sér meðvitandi um að margir ytri þættir hafa áhrif á orkunotkun rafbíls. Sumir þessara þátta eru vel þekktir og hafa ekkert með aflrás bílsins að gera. Í fyrsta lagi er það aksturslagið. Það er ekki síður mikilvægt að aka rafbíl eins og öðrum bílum á jöfnum hraða og forðast snögga hröðun og átakamikla hemlun. Aksturslag af því tagi er ávísun á aukna orkunotkun. Eins og með allar aðrar gerðir bíla hefur hleðsluþyngd áhrif á orkunotkun rafbíla. Því meiri þyngd því meiri orkunotkun. Að sama skapi verður orkunotkunin meiri eftir því sem bílar eru háreistari og á sama hátt minni eftir því sem þeir eru straumlínulagaðri í hönnun.

Mikill hraði gengur auðvitað snarlega á hleðsluna og þess verður fljótt vart að hratt dregur úr akstursdrægi þegar ekið er upp langar brekkur á þjóðvegum á allt að 100 km hraða á klst. Orkunotkunin minnkar umtalsvert strax og hraðinn er lækkaður niður í 80 km á klst. Þegar ekið er niður brekkur er ánægjulegt að sjá akstursdrægið aukast því bíllinn framleiðir þá rafmagn inn á rafgeyminn með orkuendurheimt. Sama gerist þegar bílnum er hemlað og orkuendurheimtin eykur drægið.

Hjólbarðar

Hjólbarðar hafa mikil áhrif á akstursdrægi. Hjólbarðar með mikið veltiviðnám draga fljótt úr dræginu. Hjólbarðar með lágu veltiviðnámi draga hins vegar úr orkunotkun.

Réttur loftþrýstingur í hjólbörðum er mikilvægur þáttur í að draga úr veltiviðnámi þeirra. Margir aka með of lágan loftþrýsting í hjólbörðum. Í köldu veðri lækkar loftþrýstingurinn með þeim afleiðingum að veltiviðnámið eykst og þar með styttist akstursdrægið. Það á því að fylgjast reglulega með því að réttur loftþrýstingur sé í hjólbörðunum.

Val á hjólbörðum hefur einnig áhrif á akstursdrægið. Ónegldir hjólbarðar hafa til að mynda minna veltiviðnám en negldir hjólbarðar. Sumarhjólbarðar hafa sömuleiðis minna viðnám en vetrarhjólbarðar. Þetta er ein skýringin á því að munur getur verið á akstursdrægi eftir árstíðum.

HAFÐU SAMBAND

Viltu reynsluaka 100% rafnknúinn Maxus eða fá frekari upplýsingar um bílana okkar? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.

Hver er fyrirspurn þín

Hvaða týpa

Velja söluaðila

Velja söluaðila

Ég vil hafa samband vegna

Þínar tengiliðaupplýsingar

Við ábyrgjumst að persónuupplýsingar þínar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðja aðila í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf hér.