E-DELIVER 3 GRINDARBÍL

FJÖLBREYTNING EYKST ENN FREKAR MEÐ E-DELIVER 3 GRINDARBÍLNUM.

Grunngerðir rafknúins e-Deliver 3 eru af fjölbreyttu tagi og bíllinn er fáanlegur í mörgum sértækum útfærslum, þar á meðal með kassa. Breytingar á e-Deliver 3 eru gerðar í samstarfi við trausta bílasmiðið. Til breytinganna er notað létt og slitsterkt efni sem hámarkar burðargetu bílsins. Hafðu samband við næsta söluaðila Maxus og fáðu bíl sem er sérsniðinn að þínum þörfum.  

FJÖLBREYTILEGAR LAUSNIR
Burðargeta
1.095 kg
Sérhannaðar
Breytingar

RAFHLAÐA OG HLEÐSLA

e-Deliver 3 grindarbíllinn kemur með 50,2 kWst rafhlöðusamstæðu. Það tekur u.þ.b. 8 klukkustundir að hlaða bílinn með innbyggða 6,6 kWst hleðslutækinu. En með hraðhleðslu (DC) er hleðslutíminn einungis 45 mínútur.

 

DRÆGI OG ORKUNOTKUN

Drægi Maxus e-Deliver 3 grindarbílsins er allt að 253 km* (WLTP í blönduðum akstri). Velja má milli tveggja akstursstillinga; venjulegrar og sparneytinnar. Auk þess má velja milli þriggja stillinga á orkuendurheimt, lítilli, meðal og mikilli.

Með stillingunum ákveður þú sjálfur hve sparneytinn aksturinn verður og hve mikil orka er endurheimt við hemlun.

*Margir þættir hafa áhrif á drægi, eins og akstursmáti, lofthiti, loftþrýstingur í hjólbörðum og fleira. Uppgefin drægi byggir á WLTP prófunum í blönduðum akstri.

ÁBYRGÐ

Að velja rafsendibíl frá Maxus á að vera áhyggjulaus ákvörðun. Þess vegna koma allir Maxus e-Deliver með 5 ára/100.000 km ábyrgð á bíl og 8 ára/160.000 km ábyrgð á rafhlöðu.

SÖLUAÐILAR OKKAR

Viltu komast í samband við söluaðila okkar?

Smelltu hér til að fá frekar upplýsingar.

Hafðu samband

Viltu reynsluaka Maxus e-Deliver 3 grindarbílinn eða fá frekari upplýsingar um hann? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.

Hver er fyrirspurn þín

Hvaða týpa

Velja söluaðila

Velja söluaðila

Ég vil hafa samband vegna

Þínar tengiliðaupplýsingar

Við ábyrgjumst að persónuupplýsingar þínar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðja aðila í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf hér.