Maxus býður upp á eitt breiðasta úrvalið af rafsendibílum og nú stækkar úrvalið enn frekar. Rafknúinn e-Deliver 9 er einstaklega fjölhæfur að gerð og fæst í ólíkum gerðum eins og með palli eða húsi. Við breytum e-Deliver 9 í samstarfi við LaFinto. Við smíðina er notað sterkt en eðlislétt efni sem hámarkar burðargetu bílsins.
Hafðu samband og fáðu bíl sem uppfyllir þínar þarfir.
Bíllinn kemur með þægindabúnaði eins og hann gerist bestur, jafnt fyrir ökumann og farþega. Stjórnrýmið státar af einstaklega þægilegum sætum og mikilli gæðaupplifun.
Þeir sem prófa Maxus e-Deliver 9 atvinnubílinn upplifa þægindi eins og í fólksbíl.