Rafbíll hefur ýmsa kosti sem stuðla bæði að minni mengun, hávaða og orkunotkun. Að auki er hann ódýrari í rekstri.
MINNI MENGUN
Rafbílar valda minni loftmengun og hávaða. Þar að auki losa þeir ekki gróðurhúsalofttegundir svo framarlega sem rafmagnið kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum eins og vatni, sól og vindi. Á Íslandi er nærri 100% raforku framleidd með vatnsafli.