Euniq 6 er stór, rafknúinn sport jepplingur hannaður jafnt til daglegra nota og lengri ferða. Hann er með stærsta farangursrými í stærðarflokknum, alls 754 lítra, og ríkulega búinn í staðalgerð. Þetta er hinn fullkomni rafbíll fyrir alla fjölskylduna.
Innifalið í verði Euniq6 er mikill og ríkulegur búnaður. Þar má meðal annars nefna Apple Carplay og Android Auto, stóra sóllúgu, umhverfislýsingu í 64 mismunandi litum, þráðlausa farsímahleðslu, lykillaust aðgengi og ræsingu, rafstýrt ökumannssæti með sex stillingum og svarta leðurinnréttingu.
Bíllinn kemur einnig með öryggisbúnaði af margvíslegu tagi og akstursstoðkerfum sem stuðla að auknu öryggi í akstri. Það sem fylgir bílnum er meðal annars hraðastillir með aðlögun, 360° myndavél, akreinavari, blindblettsvari, sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi, bílastæðavarar að framan og aftan, rafeindastýrð stöðugleikastýring og fjöldi annarra aðgerða.
Með Euniq6 fylgir því ríkulegur búnaðarpakki.
Euniq6 er stór sport jepplingur með rými fyrir allt það nauðsynlegasta og meira til. Bíllinn er 4.735 mm á lengd, 1.860 mm á breidd og 1.736 mm á hæð. Hjólhafið er 2.760 mm og hæð undir lægsta punkt 190 mm.
Euniq6 býður upp á stærsta farangursrýmið í stærðarflokknum sem er hvorki meira né minna en 754 lítrar. Það þarf því aldrei að hafa áhyggjur af plássleysi.
Mikið og gott rými er bæði fyrir farþega í fram- og aftursætum með rúmgóðu svæði fyrir fætur og mikilli lofthæð, jafnt fyrir ökumann og farþega.
Það fer ekki milli mála að Euniq6 sport jepplingur kallar á athygli í umferðinni. Hann státar af nútímalegum og laglegum formlínum, glæsilegum og sportlegum framenda sem koma saman í einni heildrænni og laglegri hönnun.
Bíllinn er meðal annars með fullbúinni LED tækni, kemur á 18“ álfelgum og er með stóra, rafstýrða sóllúgu.
í Euniq6 er 70 kWst rafgeymir. Í bílnum er innbyggt 7,2 kW hleðslutæki fyrir heimahleðslu og í hraðhleðslu tekur 35 mínútur við eðlilegt hitastig að hlaða rafgeyminn úr 30-80% hleðslu.
Uppgefið akstursdrægi Euniq6 sportjeppans er 350*-452* km (WLTP blandaður akstur/þéttbýlisakstur), og hann er því sérstaklega hentugur til daglegrar notkunar jafnt sem lengri ferða.
*Margir þættir geta haft áhrif á akstursdrægi, svo sem akstursvenjur, lofthiti, loftþrýstingur í hjólbörðum og fleira. Uppgefið akstursdrægi byggir á WLTP prófunum bæði í blönduðum akstri og akstri í þéttbýli. Tæknilegar útlistanir verða uppfærðar þegar endanleg gerðarviðurkenning liggur fyrir.
Viltu komast í samband við söluaðila okkar?
Smelltu hér til að fá frekar upplýsingar.