Einfaldasta leiðin til að hlaða rafbíl er með heimahleðslu en önnur orð yfir þetta er neyðarhleðsla, Mode 2, schuko. Hleðslutæki af þessu tagi er stungið í samband við venjulega innstungu. Sé bíllinn hlaðinn með þessu móti reglulega þarf úttakið að vera með 10A öryggi og jarðtengingu af B-gerð.
Hleðslukaplar af þessari gerð leiða riðstraum og styðjast við innbyggt hleðslutæki bílsins til þess að hlaða rafgeyminn í ökutækinu. Neyðarhleðslutækið sem fylgir Maxus getur dregið að hámarki 10A úr innstungunni heima hjá þér.
Hleðsludæmi, 2,2kW: Rafgeymir 50 kWst að stærð hleðst á tæpum 23 klukkustundum (50kWst / 2,2 kW = 22,7 klst).
Hentugast er að hlaða rafbílinn þinn með vegghleðslutæki. Slíkt hleðslutæki krefst uppsetningar fagmanns og aðskilins kapals frá rafmagnstöflunni, en það skilar meiri straum í hleðslu en neyðarhleðslutæki. Vegghleðslutæki eru gjarnan 32 ampera. Þau kallast oft Mode 3 hleðslutæki.
Notaður er sérstakur hleðslukapall frá vegghleðslutækinu að ökutækinu. Þessi hleðslukapall leiðir riðstraum og nýtir innbyggt hleðslutæki bílsins til að hlaða rafgeyminn. Það ræðst af afkastagetu rafmagnstöflunnar og vegghleðslutækinu sjálfu hve mikill straumurinn er og hversu miklum straum hleðslutækið í bílnum getur tekið við.
Hleðsludæmi, 6,6kW: Rafgeymir 50 kWst að stærð hleðst á tæpum 8 klukkustundum (50kWst / 6,6 kW = 7,57 klst).
Fljótvirkasta aðferðin til að hlaða rafbílinn er að nota hraðhleðslutæki. Þeir krefjast mikillar orkuflutningsgetu og eru sjaldnast settir upp á heimilum fólks.
Þessi hleðslutæki eru með innbyggða AC/DC straumbreyta og leiða jafnstraum beint að rafgeymi bílsins. Það er breytilegt eftir bílgerðum hve miklum straum þeir geta tekið á móti. Öll ökutæki frá Maxus geta nýtt sér hraðhleðslu af CCS staðli.
Hleðsludæmi, 50kW: Rafgeymir 50 kWst að stærð hleðst á 1 klst (50kWst / 50 kW = 1 klst).