NÝR MAXUS EUNIQ 6 SPORT JEPPLINGUR - RÚMGÓÐUR, RAFKNÚINN OG HLAÐINN BÚNAÐI

Maxus hefur sett á markað nýjan, rafknúinn fjölskyldubíl sem heitir Maxus Euniq 6 SUV. Euniq 6 verður frumsýndur á Íslandi mars/apríl 2022.

Mikil spenna hefur ríkt í kringum Euniq 6 síðustu mánuði.  Fram að þessu hefur Maxus verið fáanlegur sem 7 manna fjölskyldubíll í rafknúnu gerðinni Euniq 5. Nú bætist í hópinn sport jepplingurinn Euniq 6. Þetta er sport jepplingur sem státar af öllu því sem fjölskyldubíll á að hafa, farangursrými af stærstu gerð, hámarks útbúnað, hámarks stærð, tæknibúnað eins og hann gerist bestur, eða í stuttu máli sagt, allt það besta í rafbíl.

Stór, rafknúinn sport jepplingur, sérsniðinn fyrir fjölskylduna
Bráðabirgðatölur yfir akstursdrægi þessa stóra fjölskyldubíls með 70 kWst rafgeymastæðu er 345-465 km samkvæmt WLTP-staðli í blönduðum akstri/innanbæjarakstri. (Endanleg gerðarviðurkenning liggur fyrir í nóvemberlok). Afkastagetan er 177 hö og snúningsvægið 310 Nm. Farangursrými bílsins er gríðarmikið eða 754 lítrar þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af plássleysi. Gólfið í farangursrýminu er hægt að stilla á tvo vegu til að rýma allt það sem þörf er fyrir í ferðalagið. Bíllinn er 4.735 mm á lengd, 1.860 mm á breidd og 1.736 mm á hæð. Hjólhafið er 2.760 mm og veghæð heilir 19 cm. Euniq6 er því 4,4 cm lengri en Volvo XC60, 11,2 cm hærri og farangursrýmið er 286 lítrum meira. Með fáum orðum sagt er Euniq6 stór bíll.

Orkurýmd rafgeymastæðunnar er 70 kWst. Bíllinn er með innbyrðis hleðslutæki fyrir heimahleðslu úr vegghleðslutæki. Með hraðhleðslu tekur það 35 mínútur að hlaða rafgeyminn úr 30% í 80% hleðslu í eðlilegum lofthita. Bíllinn kemur með CCS hleðslustaðli.
Euniq6 fylgir meðal annars stór sóllúga, full LED tækni og 18” álfelgur. Að innan er bíllinn með vandaðri og nútímalegri innréttingu, svörtum leðursætum og státar af glæsilegum frágangi.

Bíllinn var sýndur í fyrsta sinn í síðustu viku á Norðurlöndum að viðstöddum söluaðilum Maxus frá Noreg, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Póllandi á stórviðburðinum Maxus Nordic Summit á Norefjell í Noregi. Þar var Euniq6 afhjúpaður með pomp og prakt að viðstöddum 200 manns og söluaðilum Maxus gafst þar loks tækifæri til að skoða bílinn í návígi. Þar var einnig kynnt að Euniq6 verður tilbúinn til afhendingar frá mars 2022.

„Við hlökkum mikið til að kynna þennan stóra jeppling inn á markaðinn.
Við höfum mikla trú á því að bíllinn verði í uppáhaldi hjá fjölskyldum landsins, með sínu rúmgóða farangursrými, miklum búnaði og ekki síst frábærri hönnun – og það án þess að ganga of nærri efnahag væntanlegra kaupenda. Við höfum þegar orðið varir við mikinn áhuga á bílnum. Þetta er ökutækið sem kemur Maxus á kortið sem fólksbílamerki, en fyrir er Maxus þekkt sendibílamerki,” segir Bernhard Jahnsen, sölustjóri Maxus Noregi.

Ríkulega útbúinn á hagstæðu verði
Að teknu tilliti til verðs er Euniq6 einkar vel útbúinn rafbíll. Meðal búnaðar er m.a. umhverfislýsing með 64 mismunandi litum, þráðlaus farsímahleðsla, Apple CarPlay, rafstýrð sóllúga, lykillaus ræsing, rafstýrt ökumannssæti með sex stillingum og glæsilegt, svart innanrými með nútímalegri útfærslu. Þessu til viðbótar er öryggisbúnaður og akstursstoðkerfi af margvíslegu tagi hluti af staðalbúnaði þessa nýja sport jepplings. Hann kemur meðal annars með hraðastilli með aðlögun, 360° bílastæðamyndavél, akreinavara, blindblettsvara, sjálfvirku neyðarhemlunarkerfi, bílastæðaskynjurum að framan og aftan, rafeindastýrðri stöðugleikastýringu og margvíslegum öðrum búnaði.
„Þessi bíll er á allt öðru verðbili en bílar af svipaðri stærð. Maxus Euniq6 er stór sport jepplingur á svipuðu verði og bílar í stærðarflokki neðar,” segir Jahnsen.

Nokkur orð um SAIC Maxus
SAIC Maxus (SAIC Maxus Automotive) er bílamerki í eigu kínverska fyrirtækisins SAIC Motors. SAIC Motor, eða Shanghai Automotive Industry Corporation, er framleiðandi SAIC Maxus fólks- og sendibíla. SAIC er stærsti skráði bílaframleiðandi Kína. Á árinu 2020 seldi það 5,6 milljónir bíla á heimamarkaði og hefur fyrirtækið búið við mikinn vöxt síðustu árin. SAIC var stofnað árið 1958 og hefur breyst úr því að vera hefðbundið iðnfyrirtæki í framleiðanda bíla og samgöngulausna á heimsvísu. SAIC Motors er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims og þykir framsýnn framleiðandi með áherslu á þróun og nýsköpun.
SAIC Maxus var stofnað árið 2011 og hafa ökutæki framleiðandans verið fáanleg á Norðurlöndum frá árinu 2018. Þar hefur fyrirtækið átt velgengni að fagna og hafa ökutæki þess verið meðal söluhæstu rafbíla á Norðurlöndum.

Nokkur orð um RSA
RSA er norður-evrópskur bílainnflytjandi með höfuðstöðvar í Noregi. RSA er einkafyrirtæki sem rekur söguna allt aftur til ársins 1936. Það hefur unnið að markaðssetningu á sterkum merkjum inn á norræna markaðinn. Með samstarfi RSA og Maxus er fyrirtækið að taka enn frekari skref inn í framtíð bílaiðnaðarins með innleiðingu á rafknúnum bifreiðum af núverandi gerðum og væntanlegum gerðum. RSA hefur þegar byggt upp sölunet fyrir Maxus sem nær yfir öll Norðurlöndin og stækkar stöðugt með hverjum nýjum söluaðila.

Euniq 6

Frekar upplýsingar um Euniq 6