Hve mikið dregur úr akstursdræginu í köldu veðri?

Akstursdrægi samkvæmt WLTP byggir á prófunum sem fara fram að sumarlagi. Vænta má umtalsvert minna akstursdrægis yfir veturinn en kemur fram í tæknitölum frá verksmiðjunni. Minnkun á akstursdrægi stjórnast af akstursmáta einstakra ökumanna og því hversu kalt er í veðri.

Hverjar eru dæmigerðar afleiðingar þess þegar hitastig rafgeymisins fer undir frostmark?

Afleiðingarnar eru lengri hleðslutími, minna akstursdrægi og það tekur lengri tíma að hita farþegarýmið upp.

Er hægt að hita upp bílinn í gegnum app eða með öðrum lausnum?

Bíllinn er ekki með búnað til upphitunar í gegnum app eða tímastilli. En hægt er að setja upp tvær ólíkar gerðir DEFA bílahitara sem eru fáanlegir hjá næsta söluaðila. DEFA bílahitarinn tryggir hlýjan og þægilegan bíl á köldum vetrarmorgnum en notkun hans krefst aðgangs að innstungu.

Ég upplifði að vélarafl bílsins minnkaði þegar innan við 50 km akstursdrægi var eftir og það var frost úti. Hvers vegna gerist þetta?

Þetta er öryggiseiginleiki og tengist lágum hita á rafgeyminum að vetrarlagi. Með þessu er reynt að tryggja að þú komist á næstu hleðslustöð fyrir eigin vélarafli. Það ræðst af meðalorkunotkun síðustu 100 km og hitastigi rafgeymisins hvort þetta gerist þegar afkastageta rafgeymisins er 20%-0%. Það sjaldgæft að þetta gerist að sumarlagi þegar rafgeymirinn er heitari og orkunotkunin umtalsvert lægri.

Ég hef upplifað það nokkrum sinnum að farþegarýmið verður ekki almennilega hlýtt þegar kalt er úti. Hver ástæðan fyrir þessu?

Farþegarými Maxus Euniq er stórt og það tekur lengri tíma að hita það upp þegar sem kaldast er í veðri. Það ræðst svo af hita rafgeymisins og hvernig loftfrískunarkerfið er stillt hve langan tíma tekur að hita farþegarýmið upp.

Hverju munar á hleðslutíma að sumarlagi og vetrarlagi?

Hleðslutími að vetri til og sumri getur verið mjög mismunandi og aðrir þættir skipta einnig máli. Á veturna er rafgeymirinn mun kaldari en á sumrin sem þýðir að mikla orku þarf til að hita upp rafgeyminn. Þetta dregur úr hleðsluhraða. Það getur einnig dregið úr hleðsluhraða ef verið er að hlaða marga bíla samtímis á sömu hleðslustöðinni. Kjörhitastig fyrir hleðslu er 20 gráða hiti, heitur rafgeymir og gott aðgengi að rafmagni frá hleðslustöð.

Hver er hámarks hleðsluhraði Euniq á hraðhleðslustöð?

Eins og uppgefið er í tæknitölunum tekur 30 mínútur að hlaða bílinn úr 30% hleðslu í 80% við bestu hleðsluaðstæður. Þetta gefur að meðaltali 52 kW í hleðsluhraða. Mismunandi hleðsluhraði er út hleðsluferlið sem að endingu myndar meðatals hleðsluhraðann.

Er bíllinn samhæfður fyrir 1 fasa og 3ja fasa hleðslu með riðspennu (AC) úr vegghleðslutæki?

Euniq er einungis samhæfður fyrir 1 fasa hleðslu með riðspennu (AC). Þetta þýðir að bíllinn þarf að vera að lágmarki 30 ampera við 230 volt til að ná hámarki þess sem innbyggða hleðslutækið í bílnum getur tekið á móti. Innbyggða hleðslutækið í bílnum er 7 kw. Lestu meira um hleðslu á þessari síðu.

 

HAFÐU SAMBAND

Viltu reynsluaka 100% rafnknúnum Maxus eða fá frekari upplýsingar um bílana okkar? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.

Velja söluaðila

Ég vil hafa samband vegna

Þínar tengiliðaupplýsingar

Við ábyrgjumst að persónuupplýsingar þínar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðja aðila í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf hér.