MIFA 9 er fjölskyldubíll í fullri stærð sem býður upp á einstaklega mikið innanrými. Hann kemur með sjö eða átta sætum eftir vali hvers og eins. Dráttargetan er 1.000 kg.
Það sem einkennir útlit bílsins eru skarpar og framúrstefnulegar formlínur og þessi hönnunarnálgun endurspeglast svo í innanrýminu. Að innan er bíllinn búinn ýmsum sérvöldum búnaði, hátækni og upplýsinga- og afþreyingarkerfi.
90 kWst rafhlaðan tryggir 440-595 km akstursdrægi (WLTP í blönduðum akstri/innanbæjarakstri).
Þetta er kjörinn fjölskyldubíll fyrir þá sem leita að miklu plássi og lúxustilfinningu í akstri. MIFA 9 verður einnig boðinn sem tveggja sæta sendibíll.
Við þróun á MIFA 9 var markmiðið að skapa hátæknivætt umhverfi þar sem ekkert er sparað til í efnisvali og frágangi. Enn fremur að skapa tilfinningu fyrir gagnvirkni, meðal annars með fjölda innfelldra skjáa víðs vegar í bílnum.
Öll sæti bílsins eru rafstillanleg og með loftfrískun og upphitun. Þá er þó ekki allt upptalið því sætin eru líka með nuddaðgerð sem tryggir afslappaða og þægilega upplifun í bílnum.
Farþegar í annarri sætaröð njóta góðs af sjálfstæðum sætum með hallastillingu, stillanlegum fótahvílum og stafrænu stjórnborði í armhvílunum. Sætum í annarri og þriðju sætaröð er hægt að renna fram til að auka enn frekar farangursrýmið í bílnum.
MIFA 9 er boðinn með 90 kWst rafhlöðu og uppgefið akstursdrægi er 440-595 km (WLTP í blönduðum akstri/innanbæjarakstri).
Hann tekur við 11 kW í riðstraumshleðslu (3ja fasa). Varmadæla er staðalbúnaður.
*Margir þættir geta haft áhrif á akstursdrægið, s.s. aksturslag, hitastig, loftþrýstingur í hjólbörðum og fleira. Uppgefið akstursdrægi byggir á WLTP prófunum í blönduðum akstri og innanbæjarakstri.
Viltu komast í samband við söluaðila okkar?
Smelltu hér til að fá frekar upplýsingar.